Seyðisfjarðarhöfn er skjólgóð, fjörðurinn djúpur og skerjalaus. Höfnin er hin íslenska heimahöfn bíla- og farþegaferjunnar Norrænu, en hún siglir á milli Færeyja, Íslands og Danmerkur vikulega, árið um kring. Koma skemmtiferðaskipa hefur aukist ár frá ári og þjónusta við skip og farþega er eins og best verður á kosið.
Seyðisfjarðarhöfn er fyrirtaks fyrsta viðkomuhöfn skemmtiskipa sem koma til Íslands frá Færeyjum eða Noregi.
Höfnin er opin allan sólarhringinn.
Símanúmer hafnarinnar eru 470 2360 / 862 1424
Tilkynning um komu til hafnar og ósk um hafnsöguþjónustu skal berast með sólarhrings fyrirvara (24 klst.) í síma Seyðisfjarðarhafnar.
Ef óskað er eftir hafnsöguþjónustu skal, auk þess sem að framan getur, láta hafnsögumann vita tveimur klst. fyrir komu í lóðspunkt í síma 862-1424.
Almenn hafnarþjónusta:
Seyðisfjarðarhöfn veitir almenna hafnarþjónustu eins og viðlegu fyrir skip og báta, afgreiðslu á ferskvatni, rafmagni, og sorphirðu, vigtun og hafnsögu. Starfsemi er samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004 og hafnarreglugerð nr. 275/2006 með breytingu nr. 499/2007.
Vigtun
Hún byggir á reglugerð nr. 224/2006, vigtun og skráning sjávarfangs, sem að hluta staðfestir að heildaraflinn skal vigtaður á hafnarvog í þeirri höfn sem löndun fer fram. Enn fremur skal löndun afla verða lokið innan tveggja stunda frá því löndun er lokið. Viðurkenndar vigtar í eigu hafnarinnar skal vera notuð við vigtun og framkvæmd af starfsmanni hafnarinnar sem hefur staðfest/opinbert leyfi til þess.
Hafnsaga:
Byggir á lögum nr. 41/2003 um vaktstöð siglinga. Þar er m.a. kveðið á um hafnsögu og leiðsögu skipa, skyldur leiðsögumanns, umboðsmanns skips o.fl.
Sé óskað eftir hafnsöguþjónustu skal, auk þess sem að framan getur, láta hafnsögumann vita tveimur klst. fyrir komu í lóðspunkt í síma 862-1424.
Þeir sem nýta sér löndunaraðstöðu smábáta ber að færa bátinn frá löndunarkrana um leið og afli bátsins hefur verið vigtaður á hafnarvog. Óheimilt er að teppa löndunaraðstöð eftir að löndun sjávarafurða lýkur.
Staðsetning: Latitude 65°15′N; longitude 14°00′W
Staðartími: GMT
Opnunartími hafnarinnar: 24 hours
Útsýnissigling um Seyðisfjörð; Vegalengd: 11 n.m.
Árstíð: Besti tími til heimsókna er frá maí til september.
Lágmarks dýpt á lágflóði: 40m
Sjávarfalla munur: 1.6m
Straumur: 2 hnútar
Ölduhæð: 0m (0ft)
Ís staða: Laus við ís
Lofthæðar takmarkanir: Nei
Loftslag: Jafnan milt en breytilegt
Ríkjandi vindátt: Engin; en vindur sjaldan sterkur.
Meðal hiti: 10°C (50°F)
Með tilliti til ferjuumferðar um Strandarbakka: Forðist skemmtiskipaheimsóknir á fimmtudögum í júní, júlí og ágúst milli kl. 08:00 og 11:30. Frá september til maí hefur Norræna forgang á þriðjudögum og miðvikudögum og geta því skemmtiskip ekki fengið pláss við Strandarbakka á þeim tíma.
Takmarkanir vegna komu í höfn: Nei
Sjókort: #712
Gefið út af Vatnamælingaþjónustu Íslands
Fax: 354-545 2127
Internet: www.lhg.is
Bryggjur:
Sunnan megin í botni fjarðarins er Strandarbakki, aðalega ætlaður skemmtiferðaskipum og stærri skipum.
Þar er afgirt tollasvæði, þjónustuhús og biðsalur fyrir sjófarendur.
Lengd 170M og dýpt að lágmarki 10M.
Norðan megin í botni fjarðarins er Bjólfsbakki, aðalega ætlaður lestun og losun ýmissar vöru, einnig er hægt að leggja þar fyrir smærri viðgerðir.
Lengd 150M og dýpt að lágmarki 7M.
Vinsamlega athugið að í júní, júlí og ágúst er ekki hægt að taka skemmtiferðaskip að Strandarbakka á fimmtudögum frá 08:00-12:00 því ferjan Norræna er í höfn. Einnig er ekki hægt að taka skip að Strandarbakka frá september – maí á þriðjudögum og miðvikudögum.
Rafræn vöktun er í notkun við Strandarbakka og í móttökuhúsi við Ferjuleiru 1.
Reglur um rafræna vöktun má finna hér, Reglur Seyðisfjarðarhafnar um rafræna vöktun.
Þekja: 30m (98ft)
Fenderar: Bjólfsbakki RTT. Strandarbakki FE element fenders
Breidd fendera: 4,1 x 1,5 m
Fjarlægð milli fendera: 13 m
Fjarlægð milli polla: Bjólfsbakki 10m. Strandarbakki 13m
Styrkur polla: Bjólfsbakki 50 hámarks tog/ton. Strandarbakki 100 hámarks tog/ton 4x – 70 hámarks tog/ton 2x – 50 hámarks tog/ton 12x
Öryggissvæði umhverfis skipið við bryggjuna: Afgirt
Dýpt við bryggju á fjöru: 10m (33ft)
Snúnings svæði: 450m (1476ft)
Djúprista: 9m (29.5ft)
Möguleiki á lyftara, krana eða brettatjakka: já, í gegnum verktaka á staðnum. Vinsamlegast sendið beiðni tímalega.
Fjarlægð frá bryggju að miðbæ: 0.3km (0.2mi)
Eftir staðfestingu frá höfninni hefur skip tryggt sér pláss.
Í ferjuhúsinu er upplýsingamiðstöð ferðamanna og minjagripasala.
Ferjuhúsið hefur landgang á efri hæð: Lengd 30m (98ft); Breidd 257m (8.4ft); Landgangurinn er einungis nothæfur fyrir bíla- og farþegaferjuna Norrænu.
Hæð yfir bryggu: Milli 9.95m (33ft) og 13.45m (44ft)
Staðsetning á bryggju: Um 10 metra frá bryggju enda.
Lyfta á efri hæð: já
Frekari upplýsingar: Sími +354 472 1551
Flotbryggja (tender dock) er staðsett rétt við Strandarbakka gps: 65°15’50″N 14°00’00″W
Nota má skipabáta fyrir farþega og áhöfn.
Fjarlægð frá akkerisstöð til flotbryggju: 0.2n.m.
Lendingarstaður við flotbryggju: 0.2km frá ferjuhúsi
Lengd flotbryggju: 20m (60ft)
Breidd flotbryggju: 2.5m (8ft)
Gerð flotbryggju: Fljótandi
Hæð flotbryggju yfir sjávarmáli: 0.4m (1.3ft)
Dýpi á fjöru: 3m (10ft)
Gerð fendera: Plastblöðrur
Yfirborð flotbryggju: Steypa og timbur.
Flotbryggjan er aðgengileg fyrir hjólastóla.
Pláss er fyrir tvo skipabáta í einu.
Salerni við höfnina: Já, í ferjuhúsinu.
Fjarlægð frá flotbryggju að miðbænum: 0.8km (0.5mi)
Hafnsöguþjónusta er ekki skylda.
Hafnsögupunktur: N65°18′00, W013°48´34
Fjarlægð að bryggju/akkerisstöð: 7n.m.
Tímalengd umsýslu í heild: 30 mín.
Þjónusta opin: 24/7
Dráttarþjónusta er ekki í boði
Drykkjarhæft vatn fæst úr slöngu við bryggju
Afhendingahraði: 25 tonn á klst.
Stærð tengis: 2 in og 2,5 in.
Ekki er hægt að afhenda vatn með slöngu frá pramma.
Þjónusta við losun sorps á bíla er möguleg.
Þjónusta við losun sorps með „barge“ er ekki í boði.
Kvaðir varðandi efni sem hægt er að farga:
Þurrsorp: nei
Blautsorp: nei
Endurvinnsla sorps er möguleg.
Efni sem hægt er að endurvinna eru ál og pappír.
Þjónusta við losun seyru/olíu vatns er ekki í boði.
Grá- og svart skólpsvatns losun er ekki í boði.
Þjónusta við losun læknisfræðilegs/hættulegs úrgangs er ekki í boði.
Tankaþjónusta er í boði með vörubíl á 20 tonn/klukkustund.
Skipsdísilolía: Já; en þarf að panta fyrirfram.
Aðgengi að þurrkví: Nei.
Önnur viðhalds-/viðgerðaraðstaða: Lítil skipasmíðastöð.
Lókal vörur fáanlegar og til afhendingar til skemmtiferðaskipa: Fiskur.
Sóttkví, tollur og innflytjendamál
Tollurinn kemur um borð á akkerisstöð eða bryggju.
Eftir komu að akkerisstöð/bryggu er krafa um tíma fyrir afgreiðslu skips áður en farþegar mega fara frá borði: 5 mínútur