Seyðisfjarðarhöfn er skjólgóð, fjörðurinn djúpur og skerjalaus. Höfnin er hin íslenska heimahöfn bíla- og farþegaferjunnar Norrænu, en hún siglir á milli Færeyja, Íslands og Danmerkur vikulega, árið um kring. Koma skemmtiferðaskipa hefur aukist ár frá ári og þjónusta við skip og farþega er eins og best verður á kosið.

Seyðisfjarðarhöfn er fyrirtaks fyrsta viðkomuhöfn skemmtiskipa sem koma til Íslands frá Færeyjum eða Noregi.

Seyðisfjörður er þekktur fyrir blómlegt listalíf og ríka sögu. Íbúarnir um 700 talsins eru sem ein fjölskylda, vinalegir og gestrisnir. Allir eru velkomnir í litlu paradísina til að njóta alls þess besta sem fjörðurinn hefur uppá að bjóða.

Seyðisfjörður Community Guidelines

Opið 24/7

Höfnin er opin allan sólarhringinn.
Símanúmer hafnarinnar eru 470 2360 / 862 1424

Tilkynning um komu til hafnar og ósk um hafnsöguþjónustu skal berast með sólarhrings fyrirvara (24 klst.) í síma Seyðisfjarðarhafnar.

Ef óskað er eftir hafnsöguþjónustu skal, auk þess sem að framan getur, láta hafnsögumann vita tveimur klst. fyrir komu í lóðspunkt í síma 862-1424.

Vefmyndavél hafnarsvæði

Vefmyndavél út fjörðinn

Veðurstöð: Sjá nánar

Veðurstöð

Starfsemi

Almenn hafnarþjónusta:
Seyðisfjarðarhöfn veitir almenna hafnarþjónustu eins og viðlegu fyrir skip og báta, afgreiðslu á ferskvatni, rafmagni, og sorphirðu, vigtun og hafnsögu. Starfsemi er samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004 og hafnarreglugerð nr. 275/2006 með breytingu nr. 499/2007.

Vigtun
Hún byggir á reglugerð nr. 224/2006, vigtun og skráning sjávarfangs, sem að hluta staðfestir að heildaraflinn skal vigtaður á hafnarvog í þeirri höfn sem löndun fer fram. Enn fremur skal löndun afla verða lokið innan tveggja stunda frá því löndun er lokið. Viðurkenndar vigtar í eigu hafnarinnar skal vera notuð við vigtun og framkvæmd af starfsmanni hafnarinnar sem hefur staðfest/opinbert leyfi til þess.

Hafnsaga:
Byggir á lögum nr. 41/2003 um vaktstöð siglinga. Þar er m.a. kveðið á um hafnsögu og leiðsögu skipa, skyldur leiðsögumanns, umboðsmanns skips o.fl.

Sé óskað eftir hafnsöguþjónustu skal, auk þess sem að framan getur, láta hafnsögumann vita tveimur klst. fyrir komu í lóðspunkt í síma 862-1424.

Þeir sem nýta sér löndunaraðstöðu smábáta ber að færa bátinn frá löndunarkrana um leið og afli bátsins hefur verið vigtaður á hafnarvog. Óheimilt er að teppa löndunaraðstöð eftir að löndun sjávarafurða lýkur.

Dýptarkort

Innst fjarðar

Yst fjarðar

Almennt

Staðsetning: Latitude 65°15′N; longitude 14°00′W
Staðartími: GMT
Opnunartími hafnarinnar: 24 hours
Útsýnissigling um Seyðisfjörð; Vegalengd: 11 n.m.
Árstíð: Besti tími til heimsókna er frá maí til september.

Lágmarks dýpt á lágflóði: 40m
Sjávarfalla munur: 1.6m
Straumur: 2 hnútar
Ölduhæð: 0m (0ft)
Ís staða: Laus við ís
Lofthæðar takmarkanir: Nei

Loftslag: Jafnan milt en breytilegt
Ríkjandi vindátt: Engin; en vindur sjaldan sterkur.
Meðal hiti: 10°C (50°F)

Með tilliti til ferjuumferðar um Strandarbakka: Forðist skemmtiskipaheimsóknir á fimmtudögum í júní, júlí og ágúst milli kl. 08:00 og 11:30. Frá september til maí hefur Norræna forgang á þriðjudögum og miðvikudögum og geta því skemmtiskip ekki fengið pláss við Strandarbakka á þeim tíma.

Takmarkanir vegna komu í höfn: Nei
Sjókort: #712
Gefið út af Vatnamælingaþjónustu Íslands
Fax: 354-545 2127
Internet: www.lhg.is

Aðstaða

Bryggjur:
Sunnan megin í botni fjarðarins er Strandarbakki, aðalega ætlaður skemmtiferðaskipum og stærri skipum.
Þar er afgirt tollasvæði, þjónustuhús og biðsalur fyrir sjófarendur.
Lengd 170M og dýpt að lágmarki 10M.

Norðan megin í botni fjarðarins er Bjólfsbakki, aðalega ætlaður lestun og losun ýmissar vöru, einnig er hægt að leggja þar fyrir smærri viðgerðir.
Lengd 150M og dýpt að lágmarki 7M.

Vinsamlega athugið að í júní, júlí og ágúst er ekki hægt að taka skemmtiferðaskip að Strandarbakka á fimmtudögum frá 08:00-12:00 því ferjan Norræna er í höfn. Einnig er ekki hægt að taka skip að Strandarbakka frá september – maí á þriðjudögum og miðvikudögum.
Rafræn vöktun er í notkun við Strandarbakka og í móttökuhúsi við Ferjuleiru 1.
Reglur um rafræna vöktun má finna hér, Reglur Seyðisfjarðarhafnar um rafræna vöktun.

Þekja: 30m (98ft)
Fenderar: RTT
Breidd fendera: 4,1 x 1,5 m
Fjarlægð milli fendera: 13 m
Fjarlægð milli polla: 18m (59ft)
Styrkur polla: 100 hámarks tog/ton 4x – 70 hámarks tog/ton 2x – 50 hámarks tog/ton 12x
Öryggissvæði umhverfis skipið við bryggjuna: Afgirt
Dýpt við bryggju á fjöru: 10m (33ft)
Snúnings svæði: 450m (1476ft)
Djúprista: 9m (29.5ft)
Möguleiki á lyftara, krana eða brettatjakka: já, í gegnum verktaka á staðnum. Vinsamlegast sendið beiðni tímalega.
Fjarlægð frá bryggju að miðbæ: 0.3km (0.2mi)
Eftir staðfestingu frá höfninni hefur skip tryggt sér pláss.

Ferjuhús

Í ferjuhúsinu er upplýsingamiðstöð ferðamanna og minjagripasala.
Ferjuhúsið hefur landgang á efri hæð: Lengd 30m (98ft); Breidd 257m (8.4ft); Landgangurinn er einungis nothæfur fyrir bíla- og farþegaferjuna Norrænu.
Hæð yfir bryggu: Milli 9.95m (33ft) og 13.45m (44ft)
Staðsetning á bryggju: Um 10 metra frá bryggju enda.
Lyfta á efri hæð:
Frekari upplýsingar: Sími +354 472 1551

Akkeri

 

Akkeris punktur: 65°16’00” N – 14°00′10″ W
Snúningspláss: 900m (2952ft)
Dýpt á fjöru: 40m (131ft)
Vindur, straumar, ölduhæð eða áhrif árstíðarvandamála á skipa báta (tenders): Afar sjaldgæft.

Sjá staðsetningu akkeris 

Flotbryggja

Flotbryggja (tender dock) er staðsett rétt við Strandarbakka gps: 65°15’50″N 14°00’00″W
Nota má skipabáta fyrir farþega og áhöfn.
Fjarlægð frá akkerisstöð til flotbryggju: 0.2n.m.
Lendingarstaður við flotbryggju: 0.2km frá ferjuhúsi
Lengd flotbryggju: 20m (60ft)
Breidd flotbryggju: 2.5m (8ft)
Gerð flotbryggju: Fljótandi
Hæð flotbryggju yfir sjávarmáli: 0.4m (1.3ft)

Dýpi á fjöru: 3m (10ft)
Gerð fendera: Plastblöðrur
Yfirborð flotbryggju: Steypa og timbur.
Flotbryggjan er aðgengileg fyrir hjólastóla.
Pláss er fyrir tvo skipabáta í einu.
Salerni við höfnina: Já, í ferjuhúsinu.
Fjarlægð frá flotbryggju að miðbænum: 0.8km (0.5mi)

Hafnarreglur

 

Notkun hliðarskrúfa við komu og brottför er leyfð.
Með leyfi frá hafnaryfirvöldum má mála skipsskrokk frá bryggju/eða fleka.
Gluggaþvottur með umhverfisvænni sápu er leyfður.
Heimilt er að sjósetja björgunarbáta til æfinga.
Aðrar sérstakar reglur: nei.

Hafnarþjónusta

Hafnsöguþjónusta er ekki skylda.
Hafnsögupunktur: N65°18′00, W013°48´34
Fjarlægð að bryggju/akkerisstöð: 7n.m.
Tímalengd umsýslu í heild: 30 mín.
Þjónusta opin: 24/7

Hafnarvernd

Verndarfulltrúi hafnarinnar/PFSO (Port facility security officer)
Sími: 472 1424 / 862 1424
Öryggisstig: 1

Dráttarþjónusta

Dráttarþjónusta er ekki í boði

Ferskvatn

Drykkjarhæft vatn fæst úr slöngu við bryggju
Afhendingahraði: 25 tonn á klst.
Slöngur eru þrjár.
Stærð tengis: 2 in og 2,5 in.
Ekki er hægt að afhenda vatn með slöngu frá pramma.

Sorp

Þjónusta við losun sorps á bíla er möguleg.
Þjónusta við losun sorps með „barge“ er ekki í boði.
Kvaðir varðandi efni sem hægt er að farga:
Þurrsorp: nei
Blautsorp: nei

Endurvinnsla

Endurvinnsla sorps er möguleg.
Efni sem hægt er að endurvinna eru ál og pappír.

Losun seyru og skólps

Þjónusta við losun seyru/olíu vatns er ekki í boði.
Grá- og svart skólpsvatns losun er ekki í boði.

Sérstakur úrgangur

Þjónusta við losun læknisfræðilegs/hættulegs úrgangs er ekki í boði.

Tankaþjónusta (Bunkers)

Tankaþjónusta er í boði með vörubíl á 20 tonn/klukkustund.
Skipsdísilolía: Já; en þarf að panta fyrirfram.

Viðhald og viðgerðir

Aðgengi að þurrkví: Nei.
Önnur viðhalds-/viðgerðaraðstaða: Lítil skipasmíðastöð.

Þjónusta

Lókal vörur fáanlegar og til afhendingar til skemmtiferðaskipa: Fiskur.

Afgreiðsla skemmtiferðaskipa við komu í höfn

Sóttkví, tollur og innflytjendamál
Tollurinn kemur um borð á akkerisstöð eða bryggju.
Eftir komu að akkerisstöð/bryggu er krafa um tíma fyrir afgreiðslu skips áður en farþegar mega fara frá borði: 5 mínútur

Port services