Bátahöfnin á Borgarfirði stendur við Hafnarhólma en Hafnarhólmi er einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands. Aðdráttaraflið er ein stærsta lundabyggð landsins í Hafnarhólma. Hægt er að komast mjög nálægt lundanum og fjöldi fuglategunda þrífast vel á Borgarfirði.

Frá höfninni eru gerðir út 12 bátar að jafnaði. Landanir eru um 700-800 á ári, 1000-1200 tonn. Sumarið 2003 fékk höfnin fyrst afhentan bláfánann. Það er viðurkenning sem veitt er fyrir góðan aðbúnað og snyrtimennsku við smáar hafnir. Þetta er önnur höfnin á Íslandi sem fékk þessa viðurkenningu.

Nýtt og glæsilegt þjónustuhús við höfnina á Borgarfirði eystra var opnað í sumar. Arkitektar hússins eru Andersen & Sigurdsson Arkitektar.

Starfsemi

Almenn hafnarþjónusta:
Borgarfjarðarhöfn veitir almenna hafnarþjónustu eins og viðlegu eða legu fyrir skip og báta afgreiðslu á ferskvatni, rafmagni, og sorphirðu, vigtun og hafnsögu. Starfsemi er samkvæmt skv. hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004 og hafnarreglugerð nr. 275/2006 með breytingu nr. 499/2007.

Vigtun:
Byggir á reglugerð nr. 224/2006 um vigtun og skráningu sjávarafla. Þar segir m.a. að allur afli skal veginn á hafnarvog í löndunarhöfn þegar við löndun aflans og skal vigtun afla vera lokið innan tveggja klukkustunda frá því að löndun lauk. Skal við vigtunina nota löggilta vog í eigu viðkomandi hafnar. Vigtun skal framkvæmd af starfsmanni hafnar sem hlotið hefur til þess löggildingu.

Þeir sem nýta sér löndunaraðstöðu smábáta ber að færa bátinn frá löndunarkrana um leið og afli bátsins hefur verið vigtaður á hafnarvog. Óheimilt er að teppa löndunaraðstöðu eftir að löndun sjávarafurða lýkur.

Símanúmer Borgarfjarðarhafnar er +354 862-6845

Hafnarreglur

 

Notkun hliðarskrúfa við komu og brottför er leyfð
Með leyfi frá hafnaryfirvöldum má mála skipsskrokk frá bryggju/eða fleka
Gluggaþvottur og þrif með umhverfisvænni sápu er leyfður
Heimilt er að sjósetja björgunarbáta til æfinga
Aðrar sérstakar reglur: nei

Skábraut

Aðeins fyrir smábáta

Staðsetning bryggju: 65°32´28 N 13°45´10 W  
Nota má skipabáta fyrir farþega og áhöfn.
Fjarlægð frá akkerisstöð til flotbryggju: 300 M 
Gerð bryggju: Rampur  
Hæð flotbryggju yfir sjávarmáli: 0 M
Dýpi á fjöru: 0 M 
Yfirborð flotbryggju: Steypa
Flotbryggjan er aðgengileg fyrir hjólastóla
Einungis er pláss fyrir einn bát í einu
Salerni við höfnina:  
Fjarlægð frá flotbryggju að miðbænum: 5 KM 
Availability of shore tenders: no 
Aðrar upplýsingar: Mikið fuglalíf er á svæðinu og því ber að sýna nærgætni 

Akkeri

Snúningspláss: 500 M

Dýpt á fjöru: 20 M

Aðrar upplýsingar: Mikið fuglalíf er á svæðinu, nálgist bryggjuna á hálfum hraða og sýnið nærgætni

Akkerislægð

Akkeris staðsetning

Hafnarþjónusta

Staðsetning: latitude 65°32´27N longitude 13°45´21 W

Hafnsöguþjónusta er ekki skylda.
Einungis aðgengilegt fyrir Zodiac

Staðartími: GMT
Opnunartími: 24 hours
Útsýnis sigling um Borgarfjörð: vegalengd 2 n.m

Aðstaða

Akkeri
Staðsetning ankeris: 
Snúningspláss: 500 M
Dýpt á fjöru: 20 M

Aðrar upplýsingar: Mikið fuglalíf er á svæðinu, nálgist bryggjuna á hálfum hraða og sýnið nærgætni

Árstíðir

Árstíð: Besti tími til heimsókna er frá maí til september.
Loftslag: Jafnan milt en breytilegt
Ríkjandi vindátt:: NW
Meðalhiti: 10°C (50°F)
Lágmarks dýpt á lágflóði: 4,5 M
Sjávarfalla munur:  1,6 M
Straumur: 2 knots
Ölduhæð: 1,5-3 M
Ís staða: Laus við ís
Loftlínu takmarkanir: Nei

Dráttarþjónusta

Dráttarþjónusta er ekki í boði.

Þjónusta

Lókal vörur fáanlegar og til afhendingar til skemmtiferðaskipa: Fiskur