Bátahöfnin á Borgarfirði stendur við Hafnarhólma en Hafnarhólmi er einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands. Aðdráttaraflið er ein stærsta lundabyggð landsins í Hafnarhólma. Hægt er að komast mjög nálægt lundanum og fjöldi fuglategunda þrífast vel á Borgarfirði.

Frá höfninni eru gerðir út 12 bátar að jafnaði. Landanir eru um 700-800 á ári, 1000-1200 tonn. Sumarið 2003 fékk höfnin fyrst afhentan bláfánann. Það er viðurkenning sem veitt er fyrir góðan aðbúnað og snyrtimennsku við smáar hafnir. Þetta er önnur höfnin á Íslandi sem fékk þessa viðurkenningu.

Nýtt og glæsilegt þjónustuhús við höfnina á Borgarfirði eystra var opnað í sumar. Arkitektar hússins eru Andersen & Sigurdsson Arkitektar.

Vefmyndavél á Hafnarhólma

Starfsemi

Almenn hafnarþjónusta:
Borgarfjarðarhöfn veitir almenna hafnarþjónustu eins og viðlegu fyrir skip og báta, afgreiðslu á ferskvatni, rafmagni, og sorphirðu, vigtun og hafnsögu. Starfsemi er samkvæmt hafnalögum nr. 61/2003 og 37. gr. reglugerðar um hafnamál nr. 326/2004 og hafnarreglugerð nr. 275/2006 með breytingu nr. 499/2007.

Vigtun
Hún byggir á reglugerð nr. 224/2006, vigtun og skráning sjávarfangs, sem að hluta staðfestir að heildaraflinn skal vigtaður á hafnarvog í þeirri höfn sem löndun fer fram. Enn fremur skal löndun afla verða lokið innan tveggja stunda frá því löndun er lokið. Viðurkenndar vigtar í eigu hafnarinnar skal vera notuð við vigtun og framkvæmd af starfsmanni hafnarinnar sem hefur staðfest/opinbert leyfi til þess.

Símanúmer hafnarinnar er +354 862 6845.

Þeir sem nýta sér löndunaraðstöðu smábáta ber að færa bátinn frá löndunarkrana um leið og afli bátsins hefur verið vigtaður á hafnarvog. Óheimilt er að teppa löndunaraðstöð eftir að löndun sjávarafurða lýkur.

Hafnarreglur

 

Notkun hliðarskrúfa við komu og brottför er leyfð
Með leyfi frá hafnaryfirvöldum má mála skipsskrokk frá bryggju/eða fleka
Gluggaþvottur og þrif með umhverfisvænni sápu er leyfður
Heimilt er að sjósetja björgunarbáta til æfinga
Aðrar sérstakar reglur: nei

Skábraut

Aðeins fyrir smábáta

Staðsetning bryggju: 65°32´28 N 13°45´10 W  
Nota má skipabáta fyrir farþega og áhöfn.
Fjarlægð frá akkerisstöð til flotbryggju: 300 M 
Gerð bryggju: Rampur  
Hæð flotbryggju yfir sjávarmáli: 0 M
Dýpi á fjöru: 0 M 
Yfirborð flotbryggju: Steypa
Flotbryggjan er aðgengileg fyrir hjólastóla
Einungis er pláss fyrir einn bát í einu
Salerni við höfnina:  
Fjarlægð frá flotbryggju að miðbænum: 5 KM 
Availability of shore tenders: no 
Aðrar upplýsingar: Mikið fuglalíf er á svæðinu og því ber að sýna nærgætni 

Akkeri

Snúningspláss: 500 M
Dýpt á fjöru: 20 M

Aðrar upplýsingar: Mikið fuglalíf á svæðinu, komið inn á hálfum hraða og beint að bryggju.

Anchor lay  Anchor position

Hafnarþjónusta

Staðsetning: latitude 65°32´27N longitude 13°45´21 W

Hafnsöguþjónusta er ekki skylda.
Dráttarþjónusta er ekki í boði.
Einungis aðgengilegt fyrir Zodiac.

Staðartími: GMT
Opnunartími: 24 hours
Útsýnis sigling um Borgarfjörð: vegalengd 2 n.m

Aðstaða

Lókal vörur fáanlegar og til afhendingar til skemmtiferðaskipa: Fiskur

Loftslag

Best er að heimsækja frá maí til september.
Loftslag: Milt en breytilegt
Ríkjandi vindátt: NW
Meðalhiti: 10°C (50°F)
Lágmarks dýpt á lágflóði: 4,5 M
Sjávarfallamunur: 1,6 M
Straumur: 2 hnútar
Ölduhæð: 1,5-3 M
Ís staða: Laus við ís
Lofthæðartakmarkanir: Engar