Borgarfjarðarhöfn

Djúpavogshöfn

Seyðisfjarðarhöfn

HAFNIR MÚLAÞINGS – STEFNUMÖRKUN

Hafnir Múlaþings verði til þess fallnar að efla atvinnu- og íbúalíf í sveitarfélaginu með þróun hafnarinnviða og hafnarsvæða. Áhersla verði á það lögð að veita skilvirka þjónustu við notendur.

Framtíðarsýnin er sú að hafnir Múlaþings verði meðal fremstu hafna á Íslandi og með áherslu á uppbyggingu hafnarinnviða styrkja hafnir Múlaþings samkeppnistöðu Austurlands og Íslands. Áhersla verður á umhverfisvænar og öruggar hafnir með sjálfbærni að leiðarljósi og skipulagning svæða skal vera með umhverfisvænum áherslum fyrir fjölbreytt samfélag og nýsköpun í hafnsækinni starfsemi.

STEFNUÁHERSLUR

Öryggi Horft verði til öryggis og öflugrar hafnaverndar þar sem áherslan er að koma í veg fyrir slys, umhverfis- og eignatjón.

Umhverfismál Lögð verði áhersla á loftslags- og umhverfismál í hafnsækinni starfsemi og kolefnishlutleysi í eigin rekstri. Aukna nýtingu auðlinda, bætta úrgangsstjórnun, umhverfisvitund, bætt loftgæði á svæði hafna og aukið hlutfall umhverfisvænnar orku.

Skilvirkni Hafnar innviðir stuðli að skilvirkri og snjallvæddri þjónustu við notendur

Mannauður Hafnir Múlaþings verði eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsfólk þróast til að takast á við tækifæri og áskoranir til framtíðar.

 

KOMUR SKEMMTIFERÐASKIPA

 Dreifing Taka skal samtal við útgerðaraðila varðandi möguleika þess að fá skip fyrr að vori, síðar að hausti og jafnvel að vetri til að heimsækja hafnir Múlaþings.

Í samráði við útgerðir, umboðsaðila og aðrar hafnir skal reynt að breyta komudögum skipa ef útlit er fyrir of mikið álag ákveðna daga.

Í samvinnu við hagsmunaaðila skal upplýsingagjöf varðandi afþreyingu og þjónustu innan sveitarfélagsins efld með það að markmiði að stuðla að aukinni dreifingu og jafnvægis á álagstímum.

Í samvinnu við skipafélögin skal stefnt að lengingu viðveru í höfnum Múlaþings með það að markmiði að auka hag ferðaþjónustuaðila á svæðinu auk þess sem farþegar geti betur notið náttúru og afþreyingar innan sveitarfélagsins.

Umhverfismál

Tryggt verði að skemmtiferðarskip sem heimsækja hafnir Múlaþings uppfylli gildandi lög og reglur varðandi umhverfismál.

Stefnt verður að því að hægt verði að bjóða upp á raftengingu fyrir skemmtiferðarskip í höfnum Múlaþings.

Öll skemmtiferðarskip skulu fylgja lögum og reglum um skil á sorpi og flokkun þess.

 

Annað

Unnið verður að uppbyggingu hafnarsvæða þannig að þau verði undir það búin að sinna  hafnsækinni ferðaþjónustu.

Í samvinnu við Austurbrú og Isavia verði unnið að því að farþegaskipti geti farið fram í höfnum Múlaþings (á Seyðisfirði).

Að öðru leyti vísað til stefnuáherslna hafna Múlaþings.

Hafnir Múlaþings 22. maí 2023