HAFNARREGLUGERÐ fyrir hafnir Múlaþings
1.gr.
Stærð og takmörk hafna Múlaþings
Hafnarsvæði:
Hafnarsvæði hafna Múlaþings eru Borgarfjarðarhöfn við Borgafjörð eystri, Djúpavogshöfn við Djúpavog og Seyðisfjarðarhöfn við Seyðisfjörð.
Baughnit fyrir Borgarfjarðarhöfn eru eftirfarandi:
a) Hafnarsvæði á sjó
Til Borgarfjarðarhafnar telst fjörðurinn allur innan línu er hugsast dregin úr Hafnartanga, 65° 33,178’ N og 13° 44,056’ V, í Landsenda 65° 33,995’ N og 13° 48,97’ V.
b)Hafnarsvæði á landi.
Hafnargarði við Bakkagerði 65° 31,699’ N og 13° 48,754’ V tilheyrir aðeins Bakkafjara 65° 31,693’ N og 13° 48,913’ V til 65° 31,63’ N og 13° 48,88’ V
Bátahöfn við Hafnarhólma 65°32,471’ N og 13°45,294’ V tilheyrir sneið af Hafnarlandi úr Karlfjörukrók, 65°32,471’ N og 13°45,123’ V, að bílastæði 65°32,404’ N og 13°45,178’V og þaðan inn að grafningi á Kolbeinsfjörubakka norðan vegar að höfninni, 65°32,094’ N og 13°45,482’ V auk sneiða af Hafnarhólma
c) Skipulagssvæði hafnar
Hafnarsvæði á landi, samanber b-lið og skipulagssvæði hafnar á sjó sem afmarkast af því svæði sem nær 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði strandlengju (netlög).
d) Hafnsögusvæði
Lína er hugsast dregin úr Hafnartanga, 65° 33,178’ N og 13° 44,056’ V, í Landsenda
65° 33,995’ N og 13° 48,97’ V.
e) Þjónustusvæði
Lína er hugsast dregin úr Hafnartanga, 65° 33,178’ N og 13° 44,056’ V, í Landsenda
65° 33,995’ N og 13° 48,97’ V.
f) Hafnarsvæði farþegaskipa
Lína er hugsast dregin úr Hafnartanga, 65° 33,178’ N og 13° 44,056’ V, í Landsenda
65° 33,995’ N og 13° 48,97’ V..
Baughnit fyrir Djúpavogshöfn eru eftirfarandi:
a) Hafnarsvæði á sjó
Djúpavogshöfn nær yfir Berufjörð utanverðan, innan línu sem hugsast dregin milli eftirtalinna punkta: Æðarsteinn 64° 40,176’ N og 14° 17,543’ V, þaðan rv. norður í Strandarland milli Beruness og Þiljuvalla 64° 41,9’ N og 14° 17,6’. V. Svartasker 64° 40,074’ N og 14° 15,671’ V og þaðan bein lína í Karlsstaðavita, 64° 41,3’ N og 014° 13,7’ V. Til suðausturs úr Svartaskeri, 64° 40,074’ N og 14° 15,671’ V, í Langatanga 64° 39,969’ N og 14° 15,509’ V. Auk þess öll strandlengjan frá Æðarsteini, 64° 40,176’ N og 14° 17,543’ V, að innan til Langatanga að utan, 64° 39,969’ N og 14° 15,509’ V.
b) Hafnarsvæði á landi
Djúpivogur: Gleðivíkurhöfn; frá fremri vörðu,64°39,82’ N og 14°17,60’ V, sem er beint vestur af grjótfyllingu norðan á athafnasvæði hafnarinnar, þaðan bein lína suðvestur í aftari vörðu, 64°39,80’ N og 14°17,70’ V. Þaðan bein lína í norðvesturhorn rafstöðvarhúss RARIK við Víkurland 15, 64°39,60’ N og 14°17,88’ V, þaðan bein lína í aftara leiðarmerki , 64°39,60’ N og 14°17,65’ V í Gleðivík innri, ofan við Víkurland 6. Þaðan bein lína 300 m til austurs, 64°39,62’ N og 14°17,35’ V. Þaðan bein lína til norðurs að fjörumörkum 64°39,67’ N og 14°17,35’ V.
Djúpavogshöfn; frá línu sem hugsast dregin í sjó fram beint í norður frá austurkanti götunnar Mörk, þar sem hún tengist við Víkurland, 64°39,75’ N og 14°17,05’ V. Þaðan í, 64°39,54’ N og 14°17,05’ V. Þaðan sjávarmegin eftir götukanti gatnanna Mörk, Bakki og Vogaland, þaðan að beinni línu, sem skerst milli norðvesturhorns RARIK húss að Vogalandi 20, 64°39,47’ N og 14°16,55’ V og Æðarsteinsvita, 64°40,10’ N og 14°17,60’ V. Lega að sjó á umræddu svæði, sbr. stafliði 1.2 og 1.3 miðast í öllum tilfellum við stórstraumsfjöruborði.
Gleðivíkurhöfn, 64°39,78’ N og 14°17,52’ V, með viðlegukanti, geymslu- og vinnsluhúsnæði ásamt útskipunarbúnaði fyrir laxameltu.
Djúpavogshöfn, 64°39,50’ N og 14°16,70’ V með olíugeymum, viðlegukanti, smábátahöfn, löndunarkrana, hafnarvog og fiskvinnsluhúsum.
c) Skipulagssvæði hafnar
Hafnarsvæði á landi, samanber b-lið og skipulagssvæði hafnar á sjó sem afmarkast af því svæði sem nær 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði strandlengju (netlög).
d) Hafnsögusvæði
Lína dregin úr Svartaskeri, 664° 40,074’ N og 14° 15,671’ V í Karlsstaðavita, 64° 41,3 N og 14° 13,7V.
e) Þjónustusvæði
Lína dregin milli eftirtalinna punkta: Æðarsteinn 64° 40,176’ N og 14° 17,543’ V, þaðan rv. norður í Strandarland milli Beruness og Þiljuvalla 64° 41,9’ N og 14° 17,6’. V. Svartasker 64° 40,074’ N og 14° 15,671’ V og þaðan bein lína í Karlsstaðavita, 64° 41,3’ N og 14° 13,7’ V. Til suðausturs úr Svartaskeri, 64° 40,074’ N og 14° 15,671’ V, í Langatanga 64° 39,969’ N og 14° 15,509’ V. Auk þess öll strandlengjan frá Æðarsteini, 64° 40,176’ N og 14° 17,543’ V, að innan til Langatanga að utan,
64° 39,969’ N og 14° 15,509’ V.
f) Hafnarsvæði farþegaskipa
Lína dregin milli eftirtalinna punkta: Æðarsteinn 64° 40,176’ N og 14° 17,543’ V, þaðan rv. norður í Strandarland milli Beruness og Þiljuvalla 64° 41,9’ N og 14° 17,6’. V. Svartasker 64° 40,074’ N og 14° 15,671’ V og þaðan bein lína í Karlsstaðavita, 64° 41,3’ N og 14° 13,7’ V. Til suðausturs úr Svartaskeri, 64° 40,074’ N og 14° 15,671’ V, í Langatanga 64° 39,969’ N og 14° 15,509’ V. Auk þess öll strandlengjan frá Æðarsteini, 64° 40,176’ N og 14° 17,543’ V, að innan til Langatanga að utan, 64° 39,969’ N og 14° 15,509’ V.
Baughnit fyrir Seyðisfjarðarhöfn eru eftirfarandi:
a) Hafnarsvæði á sjó
Hafnarsvæði Seyðisfjarðarhafnar nær yfir mest allan Seyðisfjörð. Skiptist höfnin í ytri og innri höfn.
Ytri mörk hafnarinnar eru vestan línu sem dregin er frá Sléttanesi, 65°18,845’ N og 13°44,953’ V, í Skálanes, 65°17,898’ N og 13°41,965 V.
Innri höfnin er innan línu sem dregin er milli Grjótgarða, 65°16,809’ N og 13°54,759’ V, að sunnan og Grýtár, 65°17,234’ N og 13°57,005’ V, norðan fjarðar.
b) Hafnarsvæði á landi
Hafnarsvæði Seyðisfjarðarhafnar á landi er frá Grýtá, 65°17,234’ N og 13°57,005’ V, að norðan, allt svæði sjávarmegin Vestdalseyrarvegar og Ránargötu, 65°15,794’ N og 14°0,749’ V, að lóð Fjarðargötu 1. Þá tilheyra tvö ferjubílastæði, 65°15,75’ N og 14°0,63’ V, og 65°15,77’ N og 14°0,496’ V, við Fjarðargötu höfninni. Og allt svæði austan Lónsleiru frá Fjarðargötu að sunnan, 65°15,771’ N og 14°0,318 V.
c) Skipulagssvæði hafnar
Hafnarsvæði á landi, samanber b-lið og skipulagssvæði hafnar á sjó sem afmarkast af því svæði sem nær 115 metra út frá stórstraumsfjöruborði strandlengju (netlög).
d) Hafnsögusvæði
Lína dregin milli Brimnestanga, 65°18,443’ N og 13°46,642’ V, yfir í Austdalsklappir, 65°17,247’ N og 13°46,716’ V
e) Þjónustusvæði
Á sjó: Lína sem dregin er milli Grjótgarða, 65°16,809’ N og 13°54,759’ V, að sunnan og Grýtár, 65°17,234’ N og 13°57,005’ V, norðan fjarðar.
Á landi: Frá Grýtá, 65°17,234’ N og 13°57,005’ V, að norðan, allt svæði sjávarmegin Vestdalseyrarvegar og Ránargötu, 65°15,794’ N og 14°0,749’ V, að lóð Fjarðargötu 1. Þá tilheyra tvö ferjubílastæði, 65°15,75’ N og 14°0,63’ V, og 65°15,77’ N og 14°0,496’ V, við Fjarðargötu höfninni. Og allt svæði austan Lónsleiru frá Fjarðargötu að sunnan, 65°15,771’ N og 14°0,318 V.
f) Hafnarsvæði farþegaskipa
Vestan línu sem dregin er frá Sléttanesi, 65°18,845’ N og 13°44,953’ V,
í Skálanes, 65°17,898’ N og 13°41,965 V.
2.gr.
Stjórn hafna Múlaþings
Múlaþing er eigandi hafna Múlaþings. Umhverfis- og framkvæmdaráð fer með verkefni hafnarstjórnar og ber stjórnunarlega ábyrgð á höfnum sveitarfélagsins í samræmi við hafnarlög nr. 61/2003. Sveitarstjóri sinnir starfi hafnarstjóra.
Hafnarstjóri skal sitja fundi hafnarstjórnar með málfrelsi og tillögurétt.
3.gr.
Starfs- og valdsvið hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn hefur umsjón með fjármálum, rekstri, viðhaldi og nýbyggingum hafna Múlaþings. Leita skal staðfestingar sveitarstjórnar á fjárhagsáætlun hafnarsjóðs svo og lántökum hafnarsjóðs lengur en yfirstandandi fjárhagsár.
Hafnarstjórn hefur ákvörðunarvald um rekstur hafna Múlaþings, svo sem ráðstöfun á aðstöðu, þ.m.t. leiga á húsnæði og landi í eigu hafnanna.
Hafnarstjórn veitir leyfi til starfsemi á hafnarsvæðinu og hefur vald til að banna eða takmarka afnot hafnarsvæðis.
Hafnarstjórn gerir tillögur til sveitarstjórnar varðandi skipulagsmál á hafnarsvæðinu, enda hafi tillögurnar fengið umfjöllun skipulagsnefndar. Byggingamál á hafnarsvæðinu skulu hljóta umfjöllun hafnarstjórnar áður en þau eru lögð fyrir sveitarstjórn.
Sveitarstjórn getur falið fastanefnd að sjá um hlutverk hafnarstjórnar.
4.gr.
Starfs- og valdsvið hafnarstjóra.
Hafnarstjóri fer með daglega stjórn hafna Múlaþings í umboði hafnarstjórnar. Hafnarstjóri undirbýr mál sem leggja á fyrir hafnarstjórn, veitir viðtöku erindum til hennar og sér um framkvæmd samþykkta hafnarstjórnar. Hann veitir hafnarstjórn og byggðaráði upplýsingar um málefni hafna Múlaþings. Hann sér um að fjárhagsáætlun sé fylgt og ber ábyrgð á fjárreiðum hafnarsjóðs.
Hafnarstjóri skal vinna störf sín í samræmi við ákvæði hafnalaga og hafnareglugerða, auk reglugerðar þessarar og fara að öðru leyti eftir samþykktum sveitarstjórnar og hafnarstjórnar.
Hafnarstjóri sér um að gætt sé reglu á öllu hafnarsvæðinu hvort sem er á sjó eða landi. Er öllum skylt að hlýða fyrirmælum hans, eða þeirra sem hann felur umsjón með rekstri hafna, eftirlit og aðgæslu.
5.gr.
Um aðra starfsmenn hafnarinnar.
Hafnarstarfsmenn sem hafa umsjón með eignum hafna Múlaþings, gæta reglu og sinna skipaþjónustu, skulu bera skilríki um starf sitt og/eða einkennisbúning samkvæmt ákvörðun hafnarstjórnar.
Starfsmenn hafna Múlaþings skulu gæta allrar kurteisi í starfi en skipunum starfsmanna ber að hlýða þegar í stað. Telji einhver sig órétti beittan af hálfu starfsmanna hafna Múlaþings getur hann tilkynnt það til hafnarstjóra.
6gr.
Hafnsaga og önnur þjónusta við skip.
Ekki er hafnsöguskylda í Höfnum Múlaþings, en sú þjónusta er í boði ef þess er óskað.
Sérhvert skip, sem ætlar að koma í eina af höfnum Múlaþings og óskar eftir hafnsögu skal gera boð um það til hafnsögumanns með minnst 24 klukkustunda fyrirvara. Er hafnsögumanni skylt að fara til móts við skipið allt að ytri mörkum hafnar.
Hafnsögumaður vísar skipinu leið að hafnarkanti og má eigi yfirgefa það án samþykkis skipstjóra, fyrr en skipið er komið í viðlegu. Heimilt er hafnsögumanni meðan hann hefur ekki lokið starfi sínu að banna hverjum þeim sem ekki á lögmætt erindi að koma á skipsfjöl. Meðan hafnsögumaður dvelur um borð ber skipinu að sjá honum fyrir fæði.
Starfsmenn á vegum hafna Múlaþings sjá um bindingu skipa, sölu og afgreiðslu vatns og rafmagns. Hafnsögumaður ákveður notkun báta og mannafla eftir aðstæðum hverju sinni.
7.gr.
Um hafnagjöld.
Gjöld til hafnarsjóðs skulu innheimt samkvæmt gjaldskrá er sett skal í samræmi við ákvæði gildandi hafnalaga, nr. 61/2003, laga um siglingavernd, nr. 50/2004, og þjónustugjaldskrá sem hafnarstjórn setur.
8.gr.
Löggæsla á hafnarsvæðum.
Lögreglan í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi hefur á hendi almenna löggæslu á hafnarsvæðum hafna Múlaþings.
Þeim sem ekki eiga lögmætt erindi á hafnarsvæði hafna Múlaþings er bannað að dvelja þar ef þeir með því hindra lestun, losun eða önnur störf, sem þar eru unnin. Banna má ónauðsynlegan akstur hverskonar ökutækja og ónauðsynlega umferð gangandi fólks um bryggju, hafnarbakka, farmstöðvar og önnur afgreiðslusvæði á hafnarsvæðum. Fólk sem fer um hafnarsvæði er þar ávallt á eigin áhættu og ábyrgð.
Bannað er að skjóta af byssum eða öðrum skotvopnum við höfnina eða á henni án sérstaks leyfis.
Sömuleiðis er bannað er að skjóta flugeldum á hafnarsvæðum án leyfis.
Sand- og malarnám og önnur slík starfsemi er bönnuð á hafnarsvæðum án leyfis hafnarstjóra.
Köfun á hafnarsvæði hafna Múlaþings er bönnuð nema með leyfi hafnarstjóra. Köfunarleyfi að flaki El Grillo er bundið réttindum til köfunar á slíku dýpi. Allt brottnám hluta úr flaki El Grillo er stranglega bannað, nema með leyfi umhverfisráðuneytisins.
Hámarkssiglingarhraði á hafnarsvæðum hafna Múlaþings er 6 mílur. Á Seyðisfirði miðast hámarkshraði við innra hafnarsvæði Seyðisfjarðarhafnar.
Fiskveiðar á hafnarsvæðum mega ekki trufla eðlilega umferð og afgreiðslu. Bannað er að leggja veiðarfæri og aðrar tálmanir á eðlilegar og/eða merktar siglingaleiðir innan hafnarsvæða og er heimilt að fjarlægja slík veiðarfæri án bótaskyldu.
Hafnarstjóra skal þegar í stað tilkynnt um það sem bjargað er úr höfninni en hann gefur lögreglunni skýrslu, telji hann þess þörf.
9.gr.
Bryggjur, skipsflök og hlutir í hirðuleysi.
Ef skip lendir á grynningum eða sekkur þar sem það, að áliti hafnarstjóra, hindrar greiða notkun hafna Múlaþings, skal það fært burtu svo fljótt sem auðið er af eiganda, umráðamanni eða öðrum sem málið varðar. Verði dráttur á því, má hafnarstjóri láta færa skipið burt á ábyrgð og kostnað eiganda og/eða umráðamanns og skal það flutt á öruggan stað, að vali og eftir mati hafnarstjóra.
Hafnarstjóra er heimilt að láta selja viðkomandi skip, til lúkningar á áföllnum kostnaði, á hvern þann hátt sem hagkvæmastur þykir, að undangenginni áskorun til eiganda og/eða umráðamanns um að fjarlægja skipið tafarlaust. Sala fari fram á kostnað og ábyrgð eiganda og/eða umráðamanns skips.
Óheimilt er að draga skipsflök, pramma, kvíar eða sambærilega hluti á land innan hafnarsvæðis hafna Múlaþings nema að fengnu skriflegu leyfi hafnarstjóra.
Ef skip, bátar, bryggjur, kvíar, flutningstæki á landi eða annar búnaður, í eigu annarra en hafna Múlaþings, er í hirðuleysi á hafnarsvæðinu og/eða veldur óþrifnaði eða hættu, þá skal hafnarstjóri fyrirskipa eiganda og/eða umráðamanni að gera nauðsynlegar úrbætur innan ákveðins frests. Sé slíkum fyrirmælum ekki sinnt, má fjarlægja viðkomandi hlut á ábyrgð og kostnað eiganda og/eða umráðamanns og koma fyrir í geymslu á öruggum stað, eftir vali og mati hafnarstjóra.
Hafnarstjóra er heimilt að láta selja viðkomandi hlut á hvern þann hátt sem hagkvæmastur þykir, til lúkningar á áföllnum kostnaði, að undangenginni áskorun til eiganda og/eða umráðamanns um að fjarlægja hlutinn tafarlaust. Sala fari fram á ábyrgð og kostnað eiganda og/eða umráðamanns.
10. gr.
Varnir gegn mengun og óþrifnaði.
Engum úrgangi eða rusli má kasta á hafnarsvæði.
Bannaður er hvers konar hvalskurður á hafnarsvæði. Eigi má draga, reka eða flytja á annan hátt, inn á hafnarsvæði, hvali, skipsflök eða neitt það sem valdið getur óþrifnaði, umferðartruflun eða óþægindum á hafnarsvæði nema leyfi hafnarstjóra komi til. Óheimilt er að þrífa notaðan netabúnað frá fisk- eða skeldýraeldi á hafnarsvæði nema í þar til gerðum hreinsistöðvum.
Öllum skipum, farartækjum svo og verksmiðjum og öðrum atvinnurekstri er stranglega bannað að dæla eða láta renna í hafnarsvæði olíu, lýsi, olíusora eða öðru sem valdið getur mengun.
Skip sem hyggjast taka fljótandi eldsneyti skulu áður hafa gert ráðstafanir til að eldsneyti renni ekki í sjóinn af þilfari ef óhapp verður við eldsneytistökuna. Afgreiðsluaðila er óheimilt að afgreiða olíu til skipa sem ekki hafa, að mati starfsmanna hafna Múlaþings, gert forsvaranlegar ráðstafanir til varnar mengun.
Um varnir gegn mengun sjávar og viðurlög við mengunarbrotum fer samkvæmt gildandi lögum á hverjum tíma.
11. gr.
Beiðni um og skilyrði fyrir þjónustu.
Allir þeir sem óska eftir afgreiðslu fyrir skip, láni á tækjum eða þjónustu á einn eða annan hátt hjá höfnum Múlaþings, skulu snúa sér beint til starfsmanna hafna Múlaþings með beiðni þar að lútandi.
Heimilt er hafnarstjóra að neita þeim aðilum um aðstoð eða þjónustu, sem eru í vanskilum með gjöld til hafna Múlaþings og hafa ekki sinnt ítrekuðum áskorunum um greiðslu gjaldfallinna gjalda. Í slíkri áskorun skal geta um þær afleiðingar af vanskilum sem koma fram í 1. málslið greinarinnar.
12. gr.
Hverjum gefa skal fyrirmæli.
Fyrirmæli samkvæmt reglugerð þessari skulu gefin skipstjóra en stýrimanni ef skipstjóri er ekki á skipi. Ef stýrimaður er einnig fjarverandi má gefa einhverjum öðrum af skipshöfninni skipanir og er það jafngilt sem skipstjóri hefði sjálfur tekið við skipunum.
13.gr.
Um skaðabótaskyldu.
Um skaðabótaskyldu þeirra sem leið eiga um hafnarsvæði hafna Múlaþings, vegna skemmda á mannvirkjum hennar eða áhöldum fer eftir almennum skaðabótareglum.
Ef ekki næst samkomulag um fjárhæð skaðabóta skulu þær ákveðnar með mati tveggja dómkvaddra matsmanna, dómkvöddum af Héraðsdómi Austurlands. Hvorum aðila fyrir sig er heimilt að óska dómkvaðningar samkvæmt þessari grein. Kostnaður af mati greiðist að jöfnu.
Hvorum aðila fyrir sig er heimilt að krefjast yfirmats, innan mánaðar frá því matsgerð samkvæmt 2. gr. liggur fyrir og hefur verið kynnt aðilum. Til yfirmats skal dómkveðja þrjá matsmenn.
Kostnaður við yfirmat greiðist af þeim sem þess krafðist, nema það sé honum í vil, þá skal kostnaður greiðast að jöfnu.
Niðurstaða dómkvaddra matsmanna, hvort sem er samkvæmt 2. eða 3. mgr. skal vera endanleg niðurstaða um bótafjárhæð.
14. gr.
Kæruheimild.
Notendum hafnarinnar er heimilt að skjóta ákvörðunum hafnarstjórnar samkvæmt hafnalögum og reglugerðum settum á grundvelli þeirra, öðrum en gjaldskrárákvörðunum, til Samgöngustofu.
Ákvörðunum Samgöngustofu má skjóta til ráðherra. Um málsmeðferð fer samkvæmt ákvæðum stjórnsýslulaga.
15. gr.
Brot.
Brot gegn reglugerð þessari varða sektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Um mál út af brotum á reglugerð þessari skal fara að hætti opinberra mála.
16. gr.
Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 4. gr. hafnalaga nr. 61/2003 og 17. gr. laga nr. 41/2003 um vaktstöð siglinga staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og birtist til eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli. Jafnframt falla úr gildi hafnarreglugerðir fyrir Seyðisfjarðarhöfn nr. 275/2006, Djúpavogshöfn nr. 292/2005 og Borgarfjarðarhöfn nr. 295/2005.
Samþykkt í sveitarstjórn Múlaþings 14. maí 2025
Egilsstöðum 15. maí 2025
Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri
———————————————————————————–
HAFNIR MÚLAÞINGS – STEFNUMÖRKUN
Hafnir Múlaþings verði til þess fallnar að efla atvinnu- og íbúalíf í sveitarfélaginu með þróun hafnarinnviða og hafnarsvæða. Áhersla verði á það lögð að veita skilvirka þjónustu við notendur.
Framtíðarsýnin er sú að hafnir Múlaþings verði meðal fremstu hafna á Íslandi og með áherslu á uppbyggingu hafnarinnviða styrkja hafnir Múlaþings samkeppnistöðu Austurlands og Íslands. Áhersla verður á umhverfisvænar og öruggar hafnir með sjálfbærni að leiðarljósi og skipulagning svæða skal vera með umhverfisvænum áherslum fyrir fjölbreytt samfélag og nýsköpun í hafnsækinni starfsemi.
STEFNUÁHERSLUR
Öryggi
Horft verði til öryggis og öflugrar hafnaverndar þar sem áherslan er að koma í veg fyrir slys, umhverfis- og eignatjón.
Umhverfismál
Lögð verði áhersla á loftslags- og umhverfismál í hafnsækinni starfsemi og kolefnishlutleysi í eigin rekstri. Aukna nýtingu auðlinda, bætta úrgangsstjórnun, umhverfisvitund, bætt loftgæði á svæði hafna og aukið hlutfall umhverfisvænnrar orku.
Skilvirkni
Hafnarinnviðir stuðli að skilvirkri og snjallvæddri þjónustu við notendur
Mannauður
Hafnir Múlaþings verði eftirsóttur vinnustaður þar sem starfsfólk þróast til að takast á við tækifæri og áskoranir til framtíðar.
KOMUR SKEMMTIFERÐASKIPA
Dreifing
Taka skal samtal við útgerðaraðila varðandi möguleika þess að fá skip fyrr að vori, síðar að hausti og jafnvel að vetri til að heimsækja hafnir Múlaþings.
Með tilliti til öryggis- og umhverfissjónarmiða, innviða og upplifunar farþega og heimafólks leggja hafnir Múlaþings áherslu á markvissa aðgangsstýringu. Í samráði við útgerðir, umboðsaðila og aðrar hafnir verður leitast við að breyta komum skipa ef útlit er fyrir of mikið álag einstaka daga. Miðað er við að fjöldi farþega í landi hverju sinni verði ekki meiri en sem nemur 500 á Borgarfirði eystri, 3.500 á Seyðisfirði og 2.500 á Djúpavogi.
Í samvinnu við hagsmunaaðila skal upplýsingagjöf varðandi afþreyingu og þjónustu innan sveitarfélagsins efld með það að markmiði að stuðla að aukinni dreifingu og jafnvægis á álagstímum.
Í samvinnu við skipafélögin skal stefnt að lengingu viðveru í höfnum Múlaþings með það að markmiði að auka hag ferðaþjónustuaðila á svæðinu auk þess sem farþegar geti betur notið náttúru og afþreyingar innan sveitarfélagsins.
Umhverfismál
Tryggt verði að skemmtiferðarskip sem heimsækja hafnir Múlaþings uppfylli gildandi lög og reglur varðandi umhverfismál.
Stefnt verður að því að hægt verði að bjóða upp á raftengingu fyrir skemmtiferðarskip í höfnum Múlaþings.
Öll skemmtiferðarskip skulu fylgja lögum og reglum um skil á sorpi og flokkun þess.
Annað
Unnið verður að uppbyggingu hafnarsvæða þannig að þau verði undir það búin að sinna hafnsækinni ferðaþjónustu.
Í samvinnu við Austurbrú og Isavia verði unnið að því að farþegaskipti geti farið fram í höfnum Múlaþings (á Seyðisfirði).
Að öðru leyti vísað til stefnuáherslna hafna Múlaþings.
Hafnir Múlaþings 29. janúar 2024.